Söngkeppni MK og FG var haldin miðvikudaginn 3. febrúar í Urðarbrunni í FG, en vegna aðstæðna var keppnin send út í streymi. Þar sem það eru tveir skólar sem halda keppnina saman eru tveir sigurvegarar. Sigurvegari MK var Tindra Gná Birgisdóttir sem flutti lagið Fix you með Coldplay, en sigurvegari FG var Sigrún Ósk Karlsdóttir sem flutti lagið At Last með Etta James. Dómnefndina skipuðu: Páll Óskar Hjálmtýsson, Birna Eiríksdóttir og rapparinn Úlfur Úlfur. Hægt er að horfa á keppnina hér.
MK keppti við Kvennó í Gettu betur í átta liða úrslitunum á RÚV föstudaginn 5. febrúar. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu MK-inga þá vann Kvennó 21 – 15. Í liðinu voru þau: Egill Orri Elvarsson, Gunnheiður Guðmundsdóttir og Jason Máni Guðmundsson. Hópur dansara úr MK sem flutti glæsilegt skemmtiatriði í keppninni, en hópurinn útfærði sjálfur dans við lag Usher - Yeah. Hópinn skipuðu þau: Dagbjört Hildur Pálsdóttir, Bergdís Fjóla Pálsdóttir, Selma María Jónsdóttir, Katrín Embla Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Ása Sigurðardóttir, Hjalti Hlíðberg Jónasson og Ágúst Ingi Davíðsson.
Keppendur MK