Kennarar hafa nú skráð inn miðannarmat í Innu. Til að sjá matið þarf nemandi að fara inn í flipann Námið og velja Einkunnir og þar fyrir birtist miðannarmatið.
Tilgangurinn með miðannarmatinu er að gefa nemendum tækifæri til átta sig betur á stöðu sinni í hverjum áfanga fyrir sig.
Þetta er mikilvægt til að nemendur geti líka tekið sig á í einstaka áföngum ef þarf og eru nemendur einnig hvattir til að leita sér aðstoðar ef þeir þurfa.