Sem kunnugt er hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Til að fara að öllu með gát hafa stjórnendur skólans ákveðið að loka honum kl 14 í dag.
Prófum dagsins lýkur kl 13 og ætti því að gefast góður tími til að koma sér heim áður en veðrið skellur á.
Upp úr kl 14 í dag eiga allir að stefna að því að halda sig heima og bíða af sér veðrið.
Spár gera ráð fyrir að veðrið gangi niður í fyrramálið og eru próf fyrirhuguð kl 8:30 skv. dagskrá.
Náttúran hins vegar fylgir ekki alltaf fyrirséðum ferlum og fari svo að veðurofsinn standi lengur yfir en spár gera ráð fyrir munum við senda tilkynningu á heimasíðu og FB síðu skólans með morgninum og þá seinka prófum morgundagsins um klukkustund eða tvær.
Nú er það bara kakóbollinn og kertaljósin í kvöld
Guðríður Eldey
Skólameistari