Nemendur sem eiga að mæta í lokapróf í próftöflu eru vinsamlega beðnir um að lesa vel yfir eftirfarandi atriði:
- Kynnið ykkur vel reglur um próf á heimasíðu MK. https://www.mk.is/is/nemendur/reglur/um-prof
- ATH. Engin snjalltæki (farsímar, snjallúr o.fl) mega sjást í kennslustofu.
- Skoðið próftöflu vel en prófin hefjast kl: 8:30, 11:00 og 13:30
- Á göngum hanga uppi nafnalistar með prófstofum. Nemendur ganga beint inn í prófstofu og bíða þar eftir yfirsetumanni.
- Þeir nemendur sem þurfa á Talgervli að halda mæta með eigin heyrnartól.
- Muna eftir skriffærum og hjálpargögnum. Af sóttvarnarástæðum er ekki hægt að fá lánað.
- Muna eftir að taka með skilríki með mynd.
- Allir nemendur hafa tvær klukkustundir en prófin eru 90 mínútur.
- Nemendur verða að hafa uppfært LockDown Browser.
- Ef nemandi er veikur á prófdegi þarf að tilkynna veikindi samdægurs með því að hringja á skrifstofu skólans og helst áður en prófið hefst annars missir nemandi sjúkraprófsrétt. Vottorði á að skila á sjúkraprófsdegi.
- Ef nemandi er veikur á prófdegi sem og á sjúkraprófsdegi verður hann að vera í sambandi við áfangastjóra bóknáms (gudridur.hrund.helgadottir@mk.is)
- Nemendur geta fengið sér hafragraut kl: 8:00 og 10:30
- Nemendur geta fengið súpu í hádeginu kl: 12:45