Leikfélag MK fær styrk frá Lista- og menningarsjóði Kópavogs

Hjördís Silja Karvelsdóttir formaður leikfélagsins ásamt Soffíu Karlsdóttur starfsmanni Lista- og me…
Hjördís Silja Karvelsdóttir formaður leikfélagsins ásamt Soffíu Karlsdóttur starfsmanni Lista- og menningarsjóðs

Leikfélag Menntaskólans í Kópavogi fékk úthlutað styrk úr Lista- og menningarjóði Kópavogs þann 8. desember vegna uppsetningu leikfélagsins á Litlu hryllingsbúðinni í mars n.k. 

Hjördís Silja Karvelsdóttir formaður leikfélagsins tók á móti styrknun sem var að andvirði kr. 300.000.

Soffía Karlsdóttir starfsmaður sjóðsins afhenti styrkinn við glæðilega athöfn í Salnum ásamt 26 öðrum styrkþegum.

Styrkurinn kemur sér afar vel fyrir leikfélagið sem er að setja upp óvenju glæsilega sýningu á vorönn í tilefni að 50 ára afmæli skólans. 

Kópavogsbær hefur einnig útvegað skólanum vinnuaðstöðu vegna leikmyndagerðar og erum við afar þakklát.