Kæru nemendur
Okkur í MK langar að vita hvernig ykkur líður á þessum furðulegu tímum og hvernig ykkur gengur í náminu. Því viljum við biðja ykkur um að svara könnuninni, Nám og líðan í MK á tímum Covid-19, sem þið finnið á Moodle í áfanga sem heitir Kannanir. Það skiptir okkur miklu máli að þið takið þátt og að þið svarið af hreinskilni og einlægni. Það hjálpar okkur að koma betur til móts við ykkar þarfir og að skipuleggja næstu önn í samræmi við það sem er að virka best við þessar óvenjulegu aðstæður. Könnunin opnar í dag og verður opin fram á mánudag. Hún er að sjálfsögðu nafnlaus og ekki hægt að rekja niðurstöður til einstakra nemenda.
Gangi ykkur vel á lokasprettinum og munið að leita ykkur aðstoðar hjá kennurum, námsráðgjöfum og stjórnendum varðandi nám ykkar og líðan til að hjálpa ykkur við að komast á leiðarenda. Við getum þetta í sameiningu.
Kær kveðja,
Hjördís Einarsdóttir
Aðstoðarskólameistari MK