Jarðfræðinemar við Menntaskólann í Kópavogi fóru í hringferð um Snæfellsnesið í vor. Markmið ferðarinnar var að fá sjónræna upplifun af þeim jarðfræðifyrirbærum sem nemendur hafa lært um í vetur.
Fyrir ferðina völdu nemendur sér eitt ákveðið jarðfræðifyrirbæri - bjuggu til fyrirlestur og veggspjald. Í ferðinni fluttu nemendur svo fyrirlesturinn sinn og sýndu veggspjaldið til útskýringar.
Dagurinn í hnotskurn: Tungumál jarðfræðinnar - íslensk náttúra - útiteknir og brosandi unglingar, kakó á brúsa og smurðar flatkökur. Minningar sem varðveitast um aldur og ævi.
Viðfangsefni dagsins:
- Esja - aurkeila
- Ósmelur - setlög
- Hafnarfjall - granófýr og frostveðrun
- Mýrar - andhverfa
- Eldborg - gígur
- Gerðuberg - stuðlaberg
- Ölkelda - náttúrulega kolsýrt járnríkt vatn
- Strendur á Snæfellsnesi - svartar og hvítar
- Eldstöðvakerfi á Snæfellnesi - eldvirkni á hliðargosbelti
- Búðaklettur og Búðahraun - gígur og stórkristallað hraun.
- Ár á Snæfellsnesi - lindár nærri jökli
- Lóndrangar - gígtappi
- Snæfellsjökull - eldfjall og jökull
- Vatnshellir - helluhraun og hraunhellar
- Ólafsvík - steingervingar og móberg
- Búlandshöfði - skipting ísaldar í hlý/kuldaskeið
- Kirkjufell - landmótun og steingervingar
- Breiðafjarðareyjar - jökulrof