Íþróttir MK vor 2021

MK mun ekki lengur bjóða nemendum upp á ókeypis aðgang að Sporthúsinu.

Íþróttakennarinn Aron Már Björnsson hefur verið ráðinn til að halda utan um íþróttaiðkun nemenda í MK og bjóða upp á skipulagða hóptíma alla önnina.

Frjáls hreyfing og að senda inn gögn verður ekki lengur metin til einkunnar. Það þarf að mæta að lágmarki 18 sinnum fyrir 30. apríl til þess að standast áfangann.

Þessi önn mun einkennast af útiveru.

  • Tímarnir verða á mánudögum kl. 15:10, miðvikudögum kl. 13:00 og föstudögum kl. 13:00.
    • Allir nemendur komast í einhvern af þessum tímum.
    • Skráning fer fram í gegnum Moodle, þar kemur inn linkur með upplýsingum um mætingarstað og hvað verður gert.
  • Það verða 4 bóklegir tímar yfir önnina á Teams sem gilda sem mæting, þeir verða auglýstir síðar.
  • Fjöldatakmörkun er 45 nemendur í hvern tíma (gæti breyst).
  • Mæting verður tekin í tímanum og hún færð inn á Moodle um hver mánaðarmót.
    • Þar getið þið fylgst með fjölda mætinga hjá ykkur. 
    • Ef það eru athugasemdir um mætingu þurfa þær að berast innan við viku frá uppfærslu.

 

ÍÞRÓ1AA01ÞJ – ATHUGIÐ VEL!

Þeir sem kaupa sér sjálfir kort í líkamsræktarstöð (Sporthúsinu eða öðrum stöðvum), eða stunda íþróttir hjá íþróttafélagi, geta fengið það metið. Þá þarf að skrá sig hjá Dóru á skrifstofunni með því að skila inn áætlunarblaði (sjá heimasíðu MK) fyrir 20. janúar.  Auk þess þarf að skila staðfestingarblaði í lok annar (30. apríl) undirrituðu af þjálfara eða rafrænu mætingaryfirliti frá líkamsræktarstöð. Mæta þarf lágmark 18 sinnum á önninni til að ná áfanganum.