Hleðslustöðvar á bílastæði MK

Stöðvarnar eru opnar öllum sem vilja hlaða bílana sína. Verð er 35 kr./KWH. Eftir tvo tíma í hleðslu mun 50% álag bætast við gjaldið. Það er gert til þess að tryggja að fleiri komist að. Ef enginn bíður eftir að komast í hleðslu er nóg að rjúfa hleðsluna og hlaða aftur til að sleppa við álagið.

Til þess að fá aðgang að hleðslustöðunum þarf að hlaða niður appi sem heitir e1 appið. Það er búið að setja upp QR kóða á stöðvarnar til að ná í appið. Menn stofna aðgang með netfangi og fylla út upplýsingar sem appið krefst. Einnig verður hægt að fá e1 lykla á stöðvarnar sem hægt er að nálgast frítt hjá e1.

Stæðin eru grænmerkt og eingöngu hugsuð fyrir þá sem eru að hlaða bíla sína. Háar sektir eru fyrir að leggja bíl í stæðin án þess að hlaða bíla.

Athugið að þeir sem ætla að hlaða bíla sína verða að vera með eigin millistykki.