Heimsókn frá RÚV

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður á RÚV og sagnfræðingur kom í heimsókn og spjallaði við nemendur í Íþróttasögu. Nýlega gaf Sögufélag út bók hans Með harðfisk og hangikjöt að heiman sem fjallar um undirbúning og þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikunum í London árið 1948 og byggir á rannsókn Þorkels. Þorkell talaði um efni bókarinnar en einnig um áhuga sinn á sagnfræði, nám og rannsóknir í greininni og störf íþróttafréttamannsins. Við þökkum Þorkeli fyrir heimsóknina.