Nemendum í MK sem hafa lokið u.þ.b. helming eininga til stúdentsprófs býðst að sækja um að komast í Háskólahermi dagana 30. – 31. janúar.
Skráning fer fram 16. janúar kl. 12, á vefsíðu Háskólahermis. Mikilvægt er að þeir nemendur sem hafa áhuga á að sækja um séu tilbúnir á þeim tíma að skrá sig þar sem undanfarin ár hefur fyllst í Háskólahermi á örfáum mínútum.
Hér er viðburður til áminningar fyrir skráninguna: https://www.facebook.com/events/950247208709317/
Kynningarmyndband um Háskólahermi með viðtölum við þátttakendur Háskólahermis 2019:
Almennar upplýsingar um Háskólahermi 2020, tímasetning á viðburði, skráningu og fleiru:
https://www.youtube.com/watch?v=0uU3FqrW8uA
Vefsíða Háskólahermis:
Hér er að finna mikilvægar upplýsingar sem áhugasamir skulu kynna sér og lesa vel. Til dæmis upplýsingar varðandi skráningu á viðburðinn og aðrar mikilvægar upplýsingar.
Þeir nemendur sem komast að í Háskólahermi fá frí í skólanum á meðan á Háskólaherminum stendur. Hvetjum ykkur til að sækja um því þetta er frábært tækifæri til að kynnast námsbrautunum og stemmingunni í Háskóla Íslands.
Nánari upplýsingar hjá Þórdísi námsráðgjafa.