Ganga um Vífilsstaðavatn

Nemendur sem fóru í göngu í gær.
Nemendur sem fóru í göngu í gær.

Í gær fóru nokkrir nemendur með Nönnu í göngu um Vífilsstaðavatn og upp í hlíðina fyrir ofan vatnið. Nemendur voru hæstánægðir með gönguna og fannst frábært að komast út í ferska loftið eftir grímunotkun í skólanum og heimakennslu. Fyrir þessa göngu fengu nemendur mætingu er samsvarar 3 skiptum í Sporthúsið.

Í dag verður boðið upp á gönguferð á Helgafellið með Eyþóri sem samsvarar 4 skiptum í Sporthúsið. Allar nánari upplýsingar um göngur sem skólinn býður upp á má finna á  https://www.mk.is/is/nemendur/kennsla-i-covid/utiithrottir