Fyrsta ball vetrarins hjá NMK
Fimmtudaginn 29. ágúst í Gamla Bíó.
Húsið opnar kl. 22:00 og lokar kl. 23:00. Eftir það verður ekki hægt að komast inn á ballið.
Miðasala fyrir nemendur MK hófst í dag, mánudaginn 26. ágúst og er hún eingöngu rafræn.
Hver nemandi má bjóða með sér einum gesti sem er ekki í skólanum. Miðasala fyrir utanskólafólk hefst á morgun, þriðjudaginn 27. ágúst kl. 10:00.
Fram koma: DJ Guðný, Nussun, Daniil, Club Dub, Issi og Tónhylur
Þau sem hafa keypt miða verða að koma og sækja armband á skrifstofu skólans fimmtudaginn 29. ágúst frá kl. 13:00-17:00 og sýna til þess rafræna miðann og skilríki. Ekki er hægt að kaupa miða við innganginn.
Bjóði nemandi með sér gesti utan MK bera þeir ábyrgð á þeim einstaklingi og að hann hagi sér í samræmi við skólareglur MK. Ef nemandi eða gestur á hans ábyrgð brýtur skólareglur á ballinu fær ábyrgi nemandinn viðvörun í INNU og fær ekki að mæta á næsta skólaball. Það er mjög mikilvægt að lána engum kennitöluna sína!
Aðkeypt gæsla verður á staðnum ásamt starfsfólki frá MK.
Ölvun ógildir miðann sem og öll notkun nikótíns, tóbaks eða annarra fíkniefna. Hringt verður í forráðamenn ólögráða einstaklinga ef þeir eru undir áhrifum vímugjafa og þá þarf að sækja á staðinn.
Edrúpottur verður á ballinu og geta þeir nemendur sem vilja geta blásið og sett nafn sitt í pottinn. Allir nýnemar verða látnir blása í áfengismæli á leið inn á ballið.
Forráðamenn eru hvattir til að sækja börn sín eftir ballið sem lýkur kl. 01:00.
Óskað er eftir viljugum forráðamönnum á rölt fyrir utan Gamla Bíó milli kl. 22:00 og 23:00. Þeir eru á gangi utandyra meðan nemendur eru að tínast inn og eru starfsmönnum MK til aðstoðar og fylgjast með að allt fari vel fram. Það hefur sýnt sig að foreldrarölt hefur forvarnargildi. Þeir sem sjá sér fært að mæta eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við Maríu, félagslífsfulltrúa, á netfangið felagslif@mk.is
Kennsla hefst kl. 8:20 næsta morgun, föstudag.