Frumkvöðlafræði

Nemendur í frumkvöðlafræði hafa staðið sig vel í vetur. Alls tóku 126 fyrirtæki úr 15 framhaldsskólum þátt í keppninni um fyrirtæki ársins og nú eru tvö frumkvöðla fyrirtæki úr MK komin í hóp þeirra 20 sem komust í undanúrslit. 

Fyrirtækin sem um ræðir eru BBQ-hot sauce sem framleiðir úrvals BBQ sósu úr íslenskum hráefnum og Hreggviður-hönnun sem framleiðir ostabakka og kertastjaka úr íslenskum rekaviði.

Á morgun. 30. apríl mæta fulltrúar fyrirtækjanna í höfuðstöðvar Arion banka þar sem þau mæta í viðtal til dómnefndar og halda fjárfesta kynningu.