Miðvikudaginn 13. nóvember frá kl. 10:00-11:30 mæta fulltrúar stjórnmálaflokka í Sunnusal og kynna stefnumál sín og svara spurningum nemenda. Nú þegar hafa tveir ráðherrar og einn þingmaður boðað komu sína og fleiri eiga eftir að bætast við. Sævar Breki tónlistarmaður í Nussun og áhrifavaldur verður fundarstjóri. Nemendur geta spurt frambjóðendur spurninga nafnlaust á Padlet ef þau vilja á meðan á fundinum stendur. Komið og leyfið frambjóðendum að heyra hvað brennur á unga fólkinu.