Kæru nemendur og aðstandendur.
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir gera það að verkum að við þurfum að endurskoða ýmislegt í starfi skólans næstu tvær vikur.
Við erum ekki enn búin að ná utan um það hvernig eða hvort við getum tekið við nemendahópum í skólann í almennu bóknámi innan þess rýmis sem nýjar sóttvarnareglur setja okkur.
Við þurfum líka að skoða stöðu verknámsins í skólanum sérstaklega.
Á morgun 5. október verður því öll kennsla felld niður nema á starfsbraut. Starfsbraut skólans mun starfa áfram í óbreyttri mynd.
Hvað svo sem verður í framhaldinu verður auðvitað í það minnsta öll bókleg kennsla í fjarnámi.
En dagurinn á morgun er skipulagsdagur kennara.
Ég hvet nemendur til að nota daginn í útivist. Það er fínasta veðurspá og góður göngutúr bætir geð og hressir andann. Á þriðjudaginn byrjar svo kennsla og ég sendi nánari leiðbeiningar síðdegis á morgun um hvernig skólahaldi verður háttað næstu tvær vikurnar.
Nú er bara að gera eins og meistari KK – að róa áfram á æðruleysinu https://www.youtube.com/watch?v=dJa2hC8CllU
Kveðja
Guðríður Eldey
Skólameistari MK