Þann 7. október var forvarnardagurinn í Menntaskólanum í Kópavogi. Í tilefni dagsins hélt Ásthildur Margrét Gísladóttir, sálfræðingur frá fyrirtækinu Betri svefn, fyrirlestur um mikilvægi svefns fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Markmið fyrirlestursins var að auka þekkingu á mikilvægi svefns og áhrif hans á andlega líðan. Fyrirlesturinn var hluti af styrk sem Menntaskólinn í Kópavogi fékk frá Kópavogsbæ.
Vegna aðstæðna í samfélaginu þá var fyrirlesturinn sýndur í beinni á TEAMS og því tómur salurinn.