Það var Kristín Þórsdóttir en hún er ACC markþjálfi. Hún var með fyrirlestur í matsalnum um líkamsmynd og kynheilbrigði. Þar fjallaði hún um allt frá sjálfsfróun yfir í það sem flokkast undir kynferðisofbeldi. Meginumræðan var þó um mikilvægi þess að setja sér mörk um eigin líkama og sál, bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Gríðarlega mikilvægt umræðuefni fyrir ungmenni sem eru að stíga sín fyrstu skref í ástarsamböndum og kynlífi. Sjá nánar á https://eldmodurinn.is/