Fjölmiðlafræðinemendur í skoðunarferð á RÚV
Nemendur MK Í fjölmiðlafræði skelltu sér í heimsókn á RÚV í fimmtudaginn 5. október. Birta Björnsdóttir fréttamaður tók á móti fyrri hópnum og Valgeir Örn Ragnarsson varafréttastjóri á móti seinni hópnum. Nemendum var boðið upp á skoðunarferð um RÚV og kynningu á ýmsum starfsdeildum. Til dæmis fengu nemendur að heimsækja útvarpsstúdíó Rásar 2 þar sem Sigurður Þorri Gunnarsson dagskrárgerðarmaður fræddi nemendur um útvarpsútsendingar og störf útvarpsmanna. Einnig fengu hóparnir að líta inn á fréttastofuna, ræða við fréttamenn og fylgjast með undirbúningi útvarps- og sjónvarpsfrétta. Þá voru útsendingarstúdíó sjónvarpsins skoðuð, leikmyndadeild búningaherbergi og fleira.