Nemendur í fjölmiðlafræði heimsóttu RÚV mánudaginn 30. janúar og kynntu sér starfsemi þess. Valgeir Örn Ragnarsson varafréttastjóri RÚV tók á móti hópnum og fræddi þau um ýmislegt tengt dagskrágerð og fréttavinnslu.
Nemendur fengu meðal annars að skoða fréttastofuna, hitta fréttamenn og dagskrárgerðarfólk, Þá fengu þau að skoða leikmyndageymslu, búningaherbergi og að kíkja inn í sjónvarpsmyndver og útvarpsstúdíó.