Nemendur í fjölmiðlafræði heimsóttu fjölmiðlafyrirtækið Sýn, mánudaginn 30. september. Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis tók á móti hópnum og fræddi þau um ólíkar deildir fyrirtækisins.
Þá fengu nemendur að heimsækja útvarpssviðið, kíkja inn í útvarpsstúdíó FM 957 og ræða við dagskrárgerðafólk. Einnig voru nemendur fræddir um framleiðslusvið Stöðvar 2, íþróttaútsendingar, íslenska þáttagerð og starfsemi fréttastofu. +
Nemendur skoðuð líka fréttamyndver stöðvarinnar og hittu á þá Jón Gnarr og Arnar Þór Jónsson sem voru að koma úr beinni útsendingu á þættinum Pallborðið ásamt Kristínu Ólafsdóttur fréttamanni.