Bjargráður er félag læknanema sem tók að sér að kenna nemendum í LÆSI undirstöður í skyndihjálp í dag, fimmtudag 15. okt. Í mörg ár höfum við fengið félagið til að koma í heimsókn til okkar í LÆSIÐ með frábæra fyrirlestra og fengið smá tilfinningu um hversu fast þarf að hnoða hjarta kennsludúkkunnar. En vegna COVID ástandsins þá fengum við bara sýnikennslu í gegnum ZOOM. Við þökkum þeim kærlega fyrir fyrirlesturinn.
Einnig viljum við nota tækifærið og benda ykkur á app rauða krossins sem hægt er að sækja frítt á skyndihjalp.is. Hérna er einnig linkur inn á kennslumyndband appsins https://youtu.be/83tcpb1Fq0o