Þennan fallega föstudagsmorgun fóru jarðfræðinemar við MK og kennari í heimsókn í Jarðvísindadeild og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Nemendur fengu kynningu á námi í jarðfræði og jarðeðlisfræði sem og starfsemi Jarðvísindadeildar og Jarðvísindastofnunar.
Að lokinni kynningu gengu nemendur með kennara sínum um Öskju, hús náttúrufræða, og hittu fagfólk að störfum.
Á vegi nemenda urðu margir helstu sérfræðingar landsins á sviði jarðfræði.
Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur og munum við þiggja með þökkum heimboð á nýrri önn.