Fyrr í vikunni dvaldi Friðrik krónsprins Danmerkur hér á landi ásamt utanríkisráðherra landsins og sendinefnd í formlegri heimsókn.
Í tilefni heimsóknarinnar og þess að Íslendingar hafa gegnt formennsku í Norðurskautsráðinu fengu nemendur í matreiðslu undir stjórn Sigurðar Daða kennara það skemmtilega verkefni að útbúa smárétti í veislu fyrir danska krónprinsinn sem haldin var í danska sendiráðinu sl. miðvikudag (13. október).
Með þeim í undirbúningnum voru nemendur og kennari frá Hotel og Restaurantskolen í Kaupmannahöfn en allur undirbúningur fór fram hér í skólanum.
Nemendur í framreiðslu tóku þátt í að bera fram veitingar í veislunni í sendiráðinu.