Auglýst er eftir framboðum í stjórnir, nefndir og ráð NMK fyrir skólaárið 2022 – 2023. Framboðsfrestur er til 8. apríl kl. 12:00. Kynningarfundur fyrir þá sem hafa áhuga á því að bjóða sig fram verður haldin í Bleika salnum (N210), þriðjudaginn 5. apríl kl. 12:30. Upplýsingar um framboð og skipulag kosningarbaráttu verða svo send á þá sem bjóða sig fram. Kynningar á framboðum og kosningar í nemendafélagið verður svo vikuna 25. Apríl – 28. Apríl.
Nánari upplýsingar um kosningarinnar veita: Jóhanna félagslífsfulltrúi eða kjörstjórn NMK en hana skipa: Halla Margrét formaður NMK, Bryndís varaformaður NMK, Kolbrún Lena gjaldkeri NMK og Hjalti markaðs- og margmiðlunarfulltrúa NMK.