Aukakynning á MK verður mánudaginn 28. apríl n.k. klukkan 16:30 í Bleika salnum (N210). Náms- og starfsráðgjafar taka á móti gestum og verða með kynningu á námsframboði, innritunarferli, námsaðstoð og nemendaþjónustu. Fulltrúar frá nemendafélagi MK verða á staðnum ásamt fulltrúa frá afrekssviði. Að kynningu lokinni gefst gestum tækifæri á að ganga um skólann og spyrja spurninga. Skráning fer fram hér og lýkur 23. apríl.