Í kvöld verður árshátíð nemendafélagsins haldin með pompi og prakt. Hátíðarkvöldverður er í matsal skólans sem nemendur í þriðja bekk í baksti, framreiðslu og matreiðslu sjá um. Húsið opnar kl. 17:30 en matur hefst kl. 18:00.
Árshátíðarballið verður svo haldið í Gamla Bíói, húsið opnar kl. 22:00 og lokar kl. 23:00. Ballið stendur til kl. 01:00. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að sækja börn sín að skemmtun lokinni.
Frí verður í fyrsta tíma á morgun, föstudaginn 11. apríl, svo að allir nái að jafna sig eftir dansinn og gleðina.