Á dögunum keypti skólinn Angus nautgripaskrokk frá bænum Geirakoti á Suðurlandi. Fallþungi skrokksins er 326 kg sem er óvenju mikið en meðal fallþungi íslenska nautakjötsins er á bilinu 180 – 200 kg. Angus nautakjöt er holdmeira og inniheldur meiri fitu í vöðum en annað nautakjöt sem gefur Angus kjötinu ekstra gott bragð. Nautgripurinn verður látinn hanga fram yfir páska. Þá verður hluti hans verkaður og seldur í kjötbúð nemenda og hluti hans verður síðan settur í meyrnunarskáp og verkaður á seinni stigum.