Afreksíþróttasvið Menntaskólans í Kópavogi

Markmið afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi er að bjóða nemendum skólans sem stunda keppnisíþróttir vettvang til að stunda þær samhliða námi. Námið er kröfuhart en býður upp á sveigjanleika og stuðning fyrir keppnisfólk sem vill ná árangri á báðum vígstöðvum. Námið er opið öllum framhaldsskólanemum sem stunda íþróttir innan raða Íþróttasambands Íslands og er unnið í nánu samstarfi með íþróttafélögunum Breiðablik, HK og Gerplu. Nemendur sem stunda íþrótt sína í öðrum félögum eru að sjálfsögðu velkomnir og verður nám þeirra skipulagt í samvinnu við félag þeirra.   

Á afrekssvið eru 30 einingar og ljúka nemendur 5 einingum á önn samhliða námi á bóknámsbrautum skólans.

Inntökuskilyrði

  • Nemandinn hefur staðist grunnskólapróf
  • Nemandinn er virkur iðkandi í íþróttafélagi
  • Nemandinn framvísar meðmælabréfi frá þjálfara/íþróttafélagi við umsókn í námið
  • Nemandinn stenst eðlilega námsframvindu
  • Nemandinn er með a.m.k. 95% skólasókn í öllum námsgreinum
  • Nemandinn samþykkir skilyrði um vímuefnalausan lífstíl

 

Uppbygging námsins

  1. önn - AFRK1AA05 Afreksíþróttir I
  2. önn - AFRK1AB05 Afreksíþróttir II
  3. önn - AFRK2BA05 Afreksíþróttir III
  4. önn - AFRK2BB05 Afreksíþróttir IV
  5. önn - AFRK3CA05 Afreksíþróttir V
  6. önn - AFRK3CB05 Afreksíþróttir VI

 

Hver áfangi inniheldur verklega tíma, styrktarþjálfun og bóklega tíma. Verklegir tímar fara fram undir handleiðslu þjálfara í viðkomandi íþrótt, styrktarþjálfun fer fram undir handleiðslu styrktarþálfara og sjúkraþjálfari sinnir þeim sem glíma við meiðsli. Í bóklegum tímunum vinna nemendur verkefni og taka tíma í íþróttasálfræði, þjálffræði, næringarfræði ofl. Nemendum er jafnframt kennd samningatækni, að koma fram í fjölmiðlum og notkun samfélagsmiðla.

Nemendur á afrekssviði samþykkja að lágmarki 95% mætingu. Á móti kemur fá þeir leyfi frá skólanum séu þeir að fara í keppnisferðir með félagsliðum og landsliðum að því gefnu að þeir standist eðlilega námsframvindu.

Nánari upplýsingar um námið gefur Daði Rafnsson, fagstjóri afrekssviðs í síma 895 6326 og í netfanginu dadi.rafnsson@mk.is