Nemendur í afbrotafræði í MK fengu í dag heimsókn frá Ragnar Jónssyni, rannsóknarlögreglumanni í tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar fræddi nemendur til dæmis um starf rannsóknarlögreglumanns á Íslandi og ólík viðfangsefni tæknideildar. Meðal annars hvernig blóð er rannsakað, fingraför, brunavettvangar, DNA sýni og fleira. Auk þess sem nemendur fengu innsýn í starf lögreglunnar í dag og hvernig tæknibúnað lögreglan notar við störf sín til leysa flókin og erfið sakamál og slys.