Áfangaval í bóknámi fyrir vorönn hefst í dag og er opið til og með 25. október. Nemendur fæddir 2006-2007 velja með umsjónarkennara í kennslustund í VERA en aðrir nemendur velja sjálfir í Innu. Þeir sem þurfa aðstoð geta leitað til áfangastjóra, námsstjóra eða námsráðgjafa. Allir nemendur í bóknámi verða að velja dagana 11.-25.október því annars er skólavist á vorönn ekki tryggð. Val er umsókn um skólavist á næstu önn og mikilvægt að vanda vel til þess.
Mikilvægt er að velja eingöngu þá áfanga sem nemandi á að taka samkvæmt brautarkröfu eða getur hugsað sér að taka í val þar sem allt áfangaval er bindandi. Nemendur á opinni braut þurfa að huga að kippum og velja áfanga sem passa inn í þær.
Sjá leiðbeiningar um val hér: https://www.mk.is/static/files/valvika/val-h23/leidbeiningar-til-nemenda-vegna-afangavals.pdf