Áfangaval fyrir vorönn 2021 hefst þriðjudaginn 27. október og stendur til föstudagsins 6. nóvember.
Nemendur eiga á þessum tíma að velja sér áfanga í Innu fyrir næstu önn. Inni á heimasíðu skólans undir flipanum NEMENDUR - Um námið getið þið fundið upplýsingar tengdar vali ásamt lista yfir áfanga í boði næstu annir. Það er mikilvægt fyrir ykkur að skoða brautarlýsinguna ykkar, annað hvort í Innu eða á heimasíðu MK undir flipanum NÁMSLEIÐIR. Það er mikilvægt að hver og einn nemandi haldi vel utan um námsferil sinn svo hann geti útskrifast samkvæmt áætlun.
Áríðandi: hver og einn þarf að vanda val sitt og velja bara áfanga sem þeir vilja taka. Ekki verður hægt að skrá sig úr áföngum í töflubreytingum sem nemandi hefur valið!!
Nemendur fæddir 2004 nota umsjónartímana þann 29. október og 5. nóvember til að velja. Umsjónarkennarar aðstoða sína nemendur.
Nemendur fæddir 2003 velja með sínum umsjónarkennara á tímabilinu 27. október til 6. nóvember í gegnum Teams eða eftir samkomulagi.
Eldri nemendur velja sjálfir en geta fengið aðstoð hjá áfangastjóra (afangastjori.boknams@mk.is ), námsstjóra (sigridur.gudrun.sveinsdottir@mk.is ) eða hjá námsráðgjöfum (namsradgjof@mk.is) .
Val er umsókn um skólavist á næstu önn.
Ekkert val –> engin stundatafla –> engin útskrift