Aðalfundur og fagkeppni kjötiðnaðarmanna

Aðalfundargestir
Mynd: Baldur Sæmundsson
Aðalfundargestir
Mynd: Baldur Sæmundsson

Aðalfundur Meistarafélags kjötiðnaðarmanna var haldin í Hótel- og matvælaskólanum laugardaginn 26. mars. Þar voru tekin fyrir venjuleg aðalfundarstörf. Einnig voru félagar í meistarafélaginu heiðraðir.

Í framhaldi af aðalfundinum fór fram verðlaunaafhending í Fagkeppni meistarafélags kjötiðnaðarmanna en kjötiðnaðarmenn voru í skólanum 24. mars við dómarastörf þar sem dæmdar voru vörur kjötiðnaðarmanna sem sendar voru inn til þátttöku í keppninni. Veitt voru verðlaun fyrir mismunandi vörur, allt frá „Hangikæfu með uppstúf til konfektkæfu.

Skólinn samfagnaði þessu með meistarafélaginu og tók fagnandi á móti kjötiðnaðarmönnum af þessu tilefni.