Föstudaginn 19. mars mun NMK halda andvökunótt í MK.
Nemendur geta valið fjölbreytta dagskrá yfir nóttina, s.s. Silent diskó, Karókí og LAN (nemendur þurfa að taka með sér allan búnað fyrir lanið). Nánari upplýsingar er hægt að sjá á Instagram síðu NMK, mk_nemendafelag.
Skráning mun fara fram rafrænt á vefsíðu MK og opnar skráning miðvikudaginn 17. mars kl. 16:00. Þar sem hámarksfjöldi er á viðburðinn er mikilvægt að skrá sig strax. Ef fullt verður á viðburðinn geta nemendur skráð sig á biðlista og eru teknir inn eftir skráningarröð ef skráðir nemendur hætta við eða mæta ekki.
Skráning á biðlista Andvökunætur
Mæting er í skólann á milli kl. 20:00 og 22:00. Ef nemandi þarf af einhverjum ástæðum að koma seinna verður það að vera skráð áður í athugasemdir með skráningu og engum verður hleypt inn eftir kl. 23:00 en þá verður skólanum læst. Ef nemandi mætir ekki á auglýstum mætingartíma er nemanda af biðlista boðið plássið.
Skólinn er lokaður frá kl. 23:00 til kl. 07:00 á laugardagsmorgni. Allir nemendur verða að vera farnir heim eigi síðar en kl. 8:00 þegar viðburðinum lýkur. Þeir sem fara úr húsi eftir kl. 23:00 geta ekki komið aftur á viðburðinn. Ef nemandi undir 18 ára vill fara úr skólanum á meðan hann er lokaður þarf hann að vera með skriflega staðfestingu á leyfisbréfinu frá forráðamanni sínum. Ef svo er ekki fær hann ekki að fara fyrr en starfsmenn skólans hafa náð í forráðamanninn. Athugið vel að hafa kveikt á þeim síma sem gefinn er upp á leyfisbréfinu. Það er ekki á ábyrgð skólans ef nemandi sem er skráður á viðburðinn mætir ekki eða ef nemandi fer af viðburðinum í leyfisleysi.
Smelltu hér til að sækja leyfisbréfið
Kostnaður við viðburðinn er 2000 krónur og er allt innifalið í gjaldinu og greiðist eigi síðar en við komu, ásamt því að allir sem eru undir 18 ára þurfa að skila leyfisbréfi.