Mötuneyti

Mötuneyti skólans er opið frá kl. 8:00 á morgnana til kl. 15:30 alla daga nema á föstudögum en þá er lokað kl. 14:30.

Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 8:00 til kl. 8:30, er boðið upp á hafragraut án endurgjalds fyrir nemendur skólans.

Til að vinna gegn matarsóun er hádegismaturinn seldur eftir vigt. Nemendur fá sér sjálfir á diskinn greiða eftir vigt. Hver 400 g kosta 1200 kr.

Í mötuneyti eru einnig seld smurð rúnstykki, pastasalat, mjólkurvörur og fleira.

MK er þátttakandi í Grænum skrefum og því er ákaflega mikilvægt að allir flokki sorp í viðeigandi ílát. Í mötuneytinu eru góð flokkunarílát sem nemendur eru hvattir til að nýta vel.

Síðast uppfært 03. október 2024