Mánudaginn 18. ágúst verður tölvunámskeið fyrir nýnema (fæddir 2009) þar sem við kennum á námsumhverfið sem notað er í skólanum.
Hver nemandi skráir sig á eitt námskeið sem tekur klukkustund. Vinsamlegast veljið þá tímasetningu sem hentar best.
Nemendur mæta með eigin fartölvu og eru búnir að sækja notendanafn og lykilorð samkvæmt leiðbeiningum hér. Mikilvægt er að vera með rafræn skilríki.