Starfsþróunardagur starfsfólks framhaldsskóla föstudaginn 1. mars

Kennsla fellur niður í skólanum föstudaginn 1. mars vegna starfsþróunardags starfsfólks framhaldsskóla. Þennan dag munu starfmenn úr 21 framhaldsskóla hittast í 13 framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu þar sem þeir munu fá fræðslu af ýmsu tagi.

Próftafla fyrir vorönn 2024

Vetrarfrí

Vetrarfrí verður í Menntaskólanum í Kópavogi föstudaginn 16. febrúar, mánudaginn 19. febrúar og þriðjudaginn 20. febrúar. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 21. febrúar eftir stundaskrá.

Matreiðslukeppni - Nordic young chef

Tyllidagar - dagskrá 7. febrúar

Miðvikudaginn 7. febrúar mæta nemendur ekki samkvæmt stundaskrá heldur er dagskrá frá kl. 8:30-14:00 í skólanum. Nemendur mæta á stöðvar að eigin vali og safna fimm mismunandi stimplum á eyðublað sem þau fá. Þau merkja blaðið og skila á skrifstofu skólans til þess að fá mætingu fyrir allan daginn. Það er ekki hægt að fá alla stimplana á sama tíma en þau sem mæta fyrr geta verið búin fyrr þó svo að öllum nemendum sé frjálst að vera allan daginn og fara í sem flestar stofur til að taka þátt í þeim viðburðum sem eru í boði. Boðið verður upp á pylsur í hádeginu nemendum að kostnaðarlausu.

Fjölmiðlafræðinemendur fengu innsýn í störf RÚV

Kynntu sér störf lögreglu og Landsréttar

Innritun fyrir haustönn 2024

Skráning í útskrift í maí 2024

Þeir nemendur sem ætla að útskrifast í maí þurfa að skrá sig í útskrift. Smellið á viðeigandi hnapp.

Lokað á skrifstofunni frá kl 15:00 í dag, mánudag 8. janúar, vegna afgreiðslu töflubreytingaóska.

Lokað á skrifstofunni frá kl 15:00 í dag, mánudag 8. janúar, vegna afgreiðslu töflubreytingaóska.