Nefndir og ráð í MK

Skólanefnd

Menntamálaráðherra skipaði nýja skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi 18. nóvember 2021 og gildir skipunin til fjögurra ára.

Aðalmenn án tilnefningar
Eysteinn Pétur Lárusson
Svandís Dóra Einarsdóttir
Steinþór Jónsson

Aðalmenn samkvæmt tilnefningu Kópavogsbæjar
Guðmundur Birkir Þorkelsson, formaður nefndarinnar
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir

Varamenn án tilnefningar
Björg Baldursdóttir
Kristín Hermannsdóttir
Sigmar Ingi Sigurðarson

Varamenn samkvæmt tilnefningu Kópavogsbæjar
Björg Baldursdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Áheyrnarfulltrúi kennara
Gerður Bjarnadóttir

Áheyrnarfulltrúi nemenda
Irena Ósk Bedia Skúladóttir

Áheyrnarfulltrúi foreldra
Tinna Björk Pálsdóttir

Skólameistari er framkvæmdarstjóri nefndarinnar.

Skólaráð

Skólaráð er kosið við upphaf hvers skólaárs. Í skólaráði sitja tveir fulltrúar kennara, tveir fulltrúar nemenda, skólameistari, aðstoðarskólameistari, áfangastjóri og framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans. Skólameistari er oddviti skólaráðs og stýrir fundum þess.

Skólaráð MK skólaárið 2024 – 2025:
Ægir Friðriksson, fulltrúi kennara
Guðrún Sjöfn Axelsdóttir, fulltrúi kennara
Tveir fulltrúar nemenda
Guðríður Hrund Helgadóttir, skólameistari
Helene H. Pedersen, aðstoðarskólameistari
Haraldur J. Sæmundsson, framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans

Skólameistari boðar til funda. Skólaráð starfar á starfstíma skóla, en heimilt er að kalla það saman á öðrum tíma beri brýna nauðsyn til. Skólaráð starfar skv. lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, 7. grein .

Hlutverk skólaráðs:
Skólaráð veitir umsögn um erindi frá skólanefnd, almennum kennarafundi, nemendaráði, einstaklingum, skólameistara og menntamálaráðuneyti sé þess óskað.
Skólaráð fjallar um mál sem varða einstaka nemendur. Með slík mál skal farið sem trúnaðarmál.
Skólaráðgetur vísað erindum sem það hefur fjallað um, ásamt umsögn, til skólanefndar, kennarafundar eða nemendaráðs.

Umhverfisnefnd

Umhverfisnefnd fyrir skólaárið 2020-2021 skipa:
Guðmundur Kristinn Jónsson
Guðný Jónsdóttir
Guðrún Sjöfn Axelsdóttir
Elísabet H. Guðmundsdóttir

Jafnréttisnefnd

Í jafnréttisstefnu MK segir:
Innan MK skal starfa jafnréttisnefnd, sem kosin er á skólafundi til tveggja ára í senn. Í jafnréttisnefnd skuli sitja eigi færri en þrír einstaklingar kennari, starfsmaður og nemandi og gengur annar fulltrúi kennara/starfsmanna úr nefndinni í einu. Hlutverk jafnréttisnefndar er meðal annars að fylgjast með stöðu jafnréttismála í skólanum, móta stefnu og áætlanir skólans í jafnréttismálum og fylgja eftir jafnréttisáætlun skólans. Jafnréttisnefndin skal vera ráðgefandi og setja fram 3 ára aðgerðaáætlun í jafnréttismálum fyrir Menntaskólann í Kópavogi. Þegar tímaramma aðgerðaáætlunar er lokið metur jafnréttisnefndin árangur eftir fyrirframgefnum markmiðum. Hún skrifar skýrslu sem lögð er fyrir gæðaráð skólans sem tekur ákvörðun um framhald mála í samvinnu við nefndina. Samin er ný 3 ára aðgerðaáætlun. Nefndin taki saman tölur um stöðu kynja í skólanum s.s. kynjahlutfall kennara/starfsmanna - kortleggi hvernig staðan er í skólanum og birti niðurstöður í árskýrslu skólans.

Í jafnréttisnefnd sitja skólaárið 2020-2021:
María Hjálmtýsdóttir jafnréttisfulltrúi MK
Ingibjörg Jónsdóttir
Unnsteinn Hjörleifsson

Öryggisnefnd

Í Menntaskólanum í Kópavogi er starfrækt öryggisnefnd skv. lögum nr. 46/1980. Nefndin er skipuð fjórum fulltrúum.

Aðstoðarskólameistari er formaður nefndarinnar, framkvæmdarstjóri Hótel- og Matvælaskólans á fast sæti og tveir starfsmenn kosnir á skólafundi til tveggja ára í senn.
Umsjónarmaður fasteigna er starfsmaður nefndarinnar.

Öryggisnefnd heldur gerðarbók samkvæmt ákvæði reglugerðar nr. 920 frá 2006.

Öryggisnefnd skipa:
Ásgeir Þór Tómasson kennari
Guðríður Hrund Helgadóttir skólameistari og formaður nefndar
Haraldur J. Sæmundsson framkvæmdarstjóri Hótel- og matvælaskólans
Helene H Pedersen aðstoðarskólameistari
María Ben Ólafsdóttir kennari
Þórarinn Halldórsson umsjónarmaður MK

Gæðaráð

Hlutverk gæðaráðs Menntaskólans í Kópavogi er í höndum Stjórnendaráðs sem mynda gæðaráð ásamt gæðastjóra. Þar sem í gögnum gæðakerfisins er vísað til gæðaráðs þá er það bein tilvísun til stjórnendaráðs. Stjórnendaráð fundar vikulega samkvæmt boðaðri dagskrá og eru gæðamál fastur liður í fundarboði stjórnendaráðsfunda og eru því gæðamál í sífelldri skoðun innan Menntaskólans í Kópavogi.

Á stjórnendaráðsfundum eru verkefni sem ákveðin eru á fundinum falin í ábyrgð stjórnenda sem færir það á verkefnalista sinn, því er tryggt að eftirfylgni sé með framkvæmd. Úrbætur, forvarnir og aðrir þættir gæðamála sem koma upp á fundum stjórnendaráðs undir liðnum gæðamál eru því í stöðugri umfjöllun og virk eftirfylgni með framkvæmd. Með ofangreindum hætti tvinnar Menntaskólinn í Kópavogi daglegan rekstur og gæðamál saman í einn heildstæðan rekstur.

Sjálfsmatsnefnd

 

Síðast uppfært 18. febrúar 2025