Nemendur í Hótel- og matvælaskólanum í MK taka þátt í margskonar verkefnum erlendis. Skólinn er með samninga við skóla í Finnlandi, Frakklandi, Brussel og víðar og gefst nemendum og kennurum tækifæri á að heimsækja skóla og vinnustaði. Heimsóknir nemenda standa yfir að lágmarki í þrjár vikur og er um samstarfsverkefni skólans, námsstaðar nemandans og viðtökuskóla erlendis að ræða. Hefur þetta mælst vel fyrir og hafa nemendur bæði gagn og gaman af þessum heimsóknum.
Nemendur í framreiðslu og matreiðslu hafa keppt í norrænni nemakeppni framreiðslu- og matreiðslunema frá árinu 1987. Er keppt einu sinni á ári í einhverju Norðurlandanna. Eftir forkeppni sem haldin er í Hótel- og matvælaskólanum eru valdir tveir nemendur úr hvorri grein sem keppa síðan fyrir hönd Íslands. Iðan fræðslusetur heldur utan um keppnina fyrir fagfélög og atvinnulíf. Nemendum í þessum greinum hefur gengið vel undanfarin ár og mjög oft lent á verðlaunapalli. Keppnin verður haldin hér á landi vorið 2021,