Skólagjöld samþykkt á skólanefndarfundi 19.03.2024
Gjaldliður |
Verð |
Innifalið |
Afrekssvið (til viðbótar öðru námi í dagskóla) | 47.500 kr. | |
Bóknámsbrautir | 25.900 kr. | Innritunargjald, skápaleiga, og nemendafélagsgjald |
Framhaldsskólabrú | 34.100 kr. | Innritunargjald, skápaleiga, og nemendafélagsgjald |
Grunndeild matvæla og ferðagreina | 42.600 kr. | Innritunargjald, skápaleiga, fatatrygging og nemendafélagsgjald |
Iðnnámsbrautir | 31.600 kr. | Innritunargjald, skápaleiga, og nemendafélagsgjald |
Leiðsöguskólinn | 320.000 kr. | Innritunargjald og skápaleiga |
Matartæknar/matsveinar | 70.000 kr. | Innritunargjald |
Meistaranám iðngreina 1/1 | 69.200 kr. | Innritunargjald |
Meistaranám iðngreina 1/2 | 41.100 kr. | Innritunargjald |
Starfsdeild | 39.200 kr. | Innritunargjald og nemendafélagsgjald |
Innritunargjald
Allir nemar við MK greiða innritunargjald. Eftir skráningu er gjaldið ekki endurgreitt þó nemi hætti við nám, sbr. reglugerð 614/2009. Önnur skólagjöld eru ekki endurgreidd eftir 23. ágúst á haustönn og 12. janúar á vorönn.
Í skólagjöldum er innifalinn...
...prentkvóti 50 blöð á önn, tölvuþjónusta, aðgangur að þráðlausu neti, tölvupósti, ýmsum hugbúnaði og fleira.
Nemendafélagsgjald
Nemendafélagsgjald og gjald í fræðslu-og forvarnarsjóð MK eru valkvæð.
Skápaleiga og skilagjald
Leiga á skáp er ekki valkvætt gjald. MK starfar á grundvelli gæðakerfis HACCP þar sem krafist er að allir nemendur og starfsmenn skólans geymi útiskó í skóskáp meðan dvalið er í skólanum.
Skilagjald skápalykils er 2.000 kr.
Skilagjald fatnaðar er 5.000 kr.