25.08.2023
Þann 22. ágúst síðastliðinn var haldinn foreldrafundur fyrir forráðamenn nýnema við skólann. Umsjónarkennarar voru með ítarlega kynningu á skólanum, námsfyrirkomulagi og fleiri hagnýtum atriðum. Glærur frá þessum fundi eru aðgengilegar hér: https://www.mk.is/is/nemendur/upplysingar-fyrir-foreldra/glaerur-fra-foreldrafundi
23.08.2023
Stöðupróf í dönsku, ensku og spænsku verða haldin í Menntaskólanum í Kópavogi þriðjudaginn 29. ágúst 2023 frá kl. 08.20-10.00 í stofu S-101.
Stöðuprófin eru fyrir nemendur...
22.08.2023
Föstudaginn 25. ágúst stendur stjórn nemendafélagsins, NMK, fyrir nýnemaferð. Lagt verður af stað................
17.08.2023
Hér er að finna leiðbeiningar og stokkatöflu
16.08.2023
Menntaskólinn við Hamrahlíð býður upp á stöðupróf í norsku og sænsku mánudaginn 28. ágúst kl. 16.30.
Stöðuprófin eru fyrir einstaklinga sem hafa lokið yfirferð á námsefni á framhaldsskólastigi í norsku í Noregi eða sænsku í Svíþjóð. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu MH þar sem skráning fer fram: https://www.mh.is/is/namid/prof/stoduprof-i-saensku-og-norsku
16.08.2023
Skrifstofan verður lokuð miðvikudag 16. ágúst og fimmtudag 17. ágúst frá kl. 9:00 til kl. 13:00 vegna starfsmannafunda
11.08.2023
Undirbúningur fyrir skólastarfið á haustönn 2023 er í fullum gangi og við hlökkum til að sjá ykkur öll. Verið er að vinna stundatöflur nemenda og bókalisti er aðgengilegur á heimasíðu skólans.
Smellið á fyrirsögn fyrir helstu dagsetningar framundan sem gott er að hafa í huga fyrir nemendur og forráðamenn.
27.06.2023
Innritun nýnema og eldri nemenda í bók- og verknám fyrir haustið 2023 er lokið.
Að þessu sinni sóttu 661 nemandi, fæddir 2007, um MK í fyrsta eða öðru vali. Teknir voru inn 270 nýnemar, 180 innrituðust á stúdentsbrautir, 51 nemandi í grunnnám matvæla- og ferðagreina og 39 nemendur á framhaldsskólabrú. Nemendur voru teknir inn eftir einkunnum. Því miður verður enginn biðlisti settur upp hjá okkur enda skólinn alveg fullsetinn.
Í hótel- og matvælaskólann voru 15 nemendur innritaðir í bakstur, 26 í framreiðslu, 9 í kjötiðn, 53 í matreiðslu, 50 í meistaranám iðngreina og 30 í matsveina- og matartæknanám.
Innritun stendur enn yfir í Leiðsöguskólanum en þar eru nokkur pláss laus. Áhugasamir geta sent tölvupóst á lsk@mk.is
22.06.2023
Skrifstofa skólans verður lokuð frá kl. 11:45 föstudaginn 23. júní. Við opnum skrifstofuna aftur miðvikudaginn 9. ágúst kl. 10 en viljum benda á upplýsingar um námið á heimasíðu skólans.