Útskrift 18. desember

Útskrift Menntaskólans í Kópavogi fór fram þann 18. desember 2020. Vegna aðstæðna var athöfnin send út í beinu streymi en nemendur sóttu skírteinin sín og settu upp kollana fyrr um daginn í Digraneskirkju. Í þetta sinn útskrifuðust 35 nýsveinar, 59 stúdentar, 17 matartæknar, einn matsveinn og einn nemandi lauk iðnmeistaraprófi.

Patrekur Máni Gunnþórsson fékk viðurkenningu frá Rótarýklubbi  Kópavogs fyrir góðan námsárangur í raungreinum á stúdentsprófi.

Hildur Kolfinna Sigurjónsdóttir hlaut styrk frá  Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi fyrir góðan námsárangur í sérgreinum verknáms á lokaprófi.

Nemendur fengu að venja ýmsar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í hinum ýmsu greinum en að þessu sinni hlutu viðurkenningu frá Viðurkenningarsjóði Menntaskólans í Kópavogi:

Sunneva Austmann Emilsdóttir, fyrir góðan námsárangur á stúdentsprófi með hæstu meðaleinkunn.

Daníel Levin nýsveinn í matreiðslu, fyrir góðan námsárangur á lokaprófi með hæstu meðaleinkunn.

Sara Lind Þorkelsdóttir fyrir eftirtektarverðar framfari í námi.