Verið velkomin á Bókasafn MK. Bókasafnið skiptist í tölvuþjónustu og bókasafn. Hlutverk þess er að þjónusta og styðja við skólastarfið. Bókasafnið styður við bakið á öllum kennslugreinum. Þar er aðgangur að sérfræðingum sem kenna upplýsingaleit og aðstoða nemendur við að finna heimildir sem þeir þurfa vegna verkefna. Þetta geta verið heimildir af ýmsu tagi, prentaðar, í gagnasöfnum og á netinu.
Á safninu er mikilvægt að:
- Ganga vel um
- Hafa vinnufrið
Almennar upplýsingar um bókasafnið:
- Á bókasafninu geta nemendur fengið aðstoð við að finna og meta heimildir, heimildaskráningu, málfar, stafsetningu o.fl.
- Flestar bækur eru lánaðar út í tvær vikur.
- Kennslubækur, kjörbækur, fartölvur og vasareikningar er einungis lánaðar í tímalán.
- Á safninu er pláss fyrir 108 nemendur. Þar er góð vinnuaðstaða hvort sem nemendur eru í einstaklingsvinnu eða hópavinnu.
- Mikilvægt er að ganga vel um, vinnufriður ríki á bókasafninu og nemendur taki tilliti hvors til annars. Það er ekki ætlast til þess að nemendur borða á safninu.
- Nemendur geta prentað út úr tölvum á bókasafninu og ljósritað.
- Nemendur hafa aðgang að hlaðvarpstæki / prodcast sem þeir geta pantað í afgreiðslu bókasafnsins.
Opnunartími:
Mánudagar 8:00-16:30
Þriðjudagur-fimmtudagur 8:00-16:00
Föstudagur 8:00-14:00
Starfsmenn:
Ingibjörg Jónsdóttir, bókasafn- og upplýsingafræðingur hefur umsjón með safninu.
Ragnheiður Lárusdóttir, íslenskukennari.
Hafa samband við bókasafn MK