Farsæld barna

Farsæld barna

Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Frá fæðingu og þar til barn hefur nám í leik- eða grunnskóla er tengiliður starfsmaður heilsugæslustöðvar eða heilbrigðisstofnunar í heilbrigðisumdæmi barns. Sama á við ef þörf er á samþættingu þjónustu á meðgöngu. Þegar barn er við nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður starfsmaður skólans þar sem barn er við nám. Tengiliður skal hafa viðeigandi þekkingu á þjónustu í þágu farsældar barns. Hann má ekki vera tengdur barni eða foreldrum þess með þeim hætti sem mundi leiða til vanhæfis.

Hvað er samþætt þjónusta?

Skipulögð og samfelld þjónusta með það að markmiði að stuðla að farsæld barns, og að börn og foreldrar sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi og aðstoð við að halda utan um þjónustuna.

Hvað er tengiliður?

Einstaklingur í nærumhverfi barns sem tekur við upplýsingum frá þjónustuveitendum, þeim sem veita almenna þjónustu í þágu farsældar barna eða foreldrum/barni. Tengiliður styður við samþættingu þjónustu á fyrsta stigi. Með tengilið er foreldrum og börnum gert kleift að leita til eins aðila sem hefur yfirsýn yfir þjónustu í stað þess að þurfa að fara á marga staði til að leita að slíkum upplýsingum.

Tengiliður í Menntaskólanum í Kópavogi er Ásrún Á. Jónsdóttir (asrun.jonsdottir@mk.is)

Hvað er beiðni um miðlun upplýsinga?

Það er eyðublað sem foreldri og/eða barn útfyllir sem heimilar þjónustuveitanda eða þeim sem veitir almenna þjónustu í þágu farsældar barns, að taka saman upplýsingar um aðstæður barns og miðla þeim til tengiliðar. Beiðnin heimilar eingöngu þessa tilteknu miðlun til þessa tiltekna tengiliðar. Tengiliður hefur ekki heimild til að hafa samband við aðra þegar hann hefur móttekið upplýsingarnar, heldur skal tengiliður hafa samband við foreldra og/eða barn.

BOFS-Beidni-um-midlun-upplysinga-

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

Síðast uppfært 31. mars 2023