Upplestur á prófum: Allir nemendur sem fara í lokapróf hafa rétt á að hlusta á lokaprófin. Nemendur þurfa að mæta með tölvu og heyrnatól og hlusta á prófin inn á Moodle. Upplestur á prófum er góð hjálp fyrir nemendur með skrif- og lesblindu.
Lengri próftími: Allir nemendur sem fara í lokapróf fá lengri próftíma. Lokapróf taka eina og hálfa klukkustund að hámarki en nemendur hafa heimild til að sitja aukalega 30 mínútur í hverju prófi. Þessi lengdi próftími er sérstaklega hugsaður til að koma á móts við nemendur með skrif- og lesblindu.
Fámenn stofa: Allir nemendur sem hafa skilað inn greiningu um námserfiðleika til námsráðgjafa og/eða eru með prófkvíða geta sótt um að vera í fámennri stofu í lokaprófum. Sótt er um það hér að neðan. Um fámennar stofur gilda eftirfarandi reglur:
Ef þú ert ekki viss um það hvort fámenn stofa eigi við um þig þá getur þú bókað viðtal við námsráðgjafa með því að senda fyrirspurn á netfangið namsradgjof@mk.is eða bókað viðtal hér.