Nám og lífsstíll

RAMMAÐU INN DAGINN

Það skiptir miklu máli að halda áfram skólarútínunni. Fara á fætur á morgnana og fara að sofa á skikkanlegum tíma. Hugaðu að fjölbreyttri næringu og hreyfingu.

BÚÐU ÞÉR TIL AFDREP

Fyrir marga getur verið skrítið að þurfa að læra heima. Búðu þér til afdrep þar sem þú getur verið í friði við að sinna náminu, nokkurs konar vinnustöð. Reyndu að skipuleggja þig þannig að þú getir unnið í lotum, óáreitt/ur.

SKIPULEGGÐU ÞIG

Skráðu niður öll þau verkefni sem þú þarft að vinna á einn lista. Skrifaðu niður skiladaga. Útbúðu raunhæfa tímaætlun fyrir daginn. Hvað ætlarðu að gera og hvenær!

FYLGSTU MEÐ KENNSLUVEFJUM

Farðu reglulega inn á kennsluvefi þeirra áfanga sem þú ert í. Vertu í góðu sambandi við kennarana þína. Skoðaðu kennsluáætlanir. Reyndu að vinna verkefni jafnóðum,  ekki láta þau safnast upp.

LEITAÐU AÐSTOÐAR

Ef eitthvað er óljóst og svörin er ekki að finna á kennsluvef, leitaðu þér þá strax aðstoðar hjá kennara. Námsráðgjafar eru til aðstoðar við skipulag, tímastjórnun og almenna líðan.

HEILSA OG VELLÍÐAN

Hreyfing, svefn, næring og geðrækt eru þættir sem leggja grunninn að vellíðan.

HREYFING bætir andlega og líkamlega heilsu og gefur styrk til að takast á við dagleg verkefni.

Góð hreyfing þýðir betri svefni.

Margskonar öpp eru til sem ýta undir hreyfingu:

SVEFN gefur líkamanum og heilanum tækifæri til að hvílast og endurnærast.

Eftir góðan svefn:

  • eigum við auðveldara með að læra,
  • tökum við betri ákvarðanir,
  • erum við tilbúnari í að takast á við verkefni dagsins.

HOLLT FÆÐI er mikilvægt fyrir heilsu og vellíðan.

Það er mikilvægt að fæðuvalið sé næringarríkt og fjölbreytt og magnið hæfilegt.

Það er grundvallaratriði að borða reglulega yfir daginn 

GEÐRÆKT eflir góða geðheilsu og eykur vellíðan.

Með því að hugsa jákvætt um lífið og tilveruna og hlúa markvisst að hreyfingu, svefni, hollri og fjölbreyttri fæðu ert þú að stunda geðrækt.

Margskonar öpp eru til sem tengjast vellíðan og hugarró:

  • Happ app
  • Headspace
  • Calm 

Slakandi tónlist með Snatam Kaur

Hugleiðsluæfingar af vef Fjölbrautaskólans í Breiðholti

Síðast uppfært 11. júní 2021