Eineltisáætlun

Skilgreining á einelti:

Einelti er áreiti sem einstaklingur verður fyrir af hendi ákveðins einstaklings/einstaklinga meðvitað eða ómeðvitað. Áreitið er neikvætt og síendurtekið, ýmist líkamlegt eða andlegt.

Grunur um einelti:

  • Kennarar/starfsmenn hafa samband við námsráðgjafa telji þeir sig verða vara við að nemendi sé lagður í einelti.
  • Nemendur setja sig í samband við námsráðgjafa eða umsjónarkennara telji þeir sig verða fyrir einelti eða  varir við að samnemandi þeirra sé lagður i einelti.
  • Námsráðgjafi og umsjónarkennari ef við á vinna saman að lausn málsins sé nemandinn yngri er 18 ára.
  • Allar ábendingar eru kannaðar til hlýtar.
  • Unnið er með ábendingar í trúnaði.

Vinnuferli.

  • Allar upplýsingar um eineltið skráðar niður (notast er við GAT-008). Haft samband við foreldra þolandans sé nemandinn yngri en 18 ára.
  • Haft er samband við aðila málsins.

Eftirfylgd.

  • Ef málið telst leyst eru gögn geymd hjá námsráðgjafa, frumrit GAT-008 vistast hjá aðstoðarskólameistara.
  • Ef málið telst óleyst er því vísað til stjórnenda skólans.
Síðast uppfært 28. nóvember 2022