Molinn kynntur fyrir nýnemum MK

Nýnemar í Molanum
Nýnemar í Molanum

Undanfarnar vikur hafa nemendur í Veru sem er umsjónaráfangi fyrir nýnema í MK farið í vettvangsferð í Molann ungmennahús í Kópavogi.

Í heimsókninni hafa nemendur fengið fræðslu um starfsemi Molans og hvaða þjónustu og afþreyingu hann hefur upp á að bjóða.

Molinn er ungmennahús fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára og er staðsettur á menningarholtinu að Hábraut 2 í Kópavogi.

Hann hóf starfsemi sína formlega í maí 2008 og er markmiðið með starfinu að vera vettvangur fyrir menningarlega viðburði og grósku þar sem ungt fólk getur bæði nýtt aðstöðuna til listsköpunar og komið sér á framfæri, hvort sem um ræðir sjónlist, tónlist eða ritlist.

Þá geta nemendur meðal annars nýtt aðstöðuna til náms, tómstunda og hópastarfs.