Í stundatöflum nemenda er gert ráð fyrir verkefnatímum tvisvar sinnum í viku á mánudögum og föstudögum. Í verkefnatímum geta nemendur valið hvaða kennara þau hitta og hvaða viðfangsefni þau leggja stund á. Einnig getur kennarinn kallað til sín nemendur ef þau telja þörf á því.
Fyrirkomulag verkefnatíma er eftirfarandi:
Á mánudögum kl. 15.10 – 16.00 eru kennarar í stofum og eru upplýsingar um stofuskipan hengdar upp á þremur stöðum í skólanum; á skrifstofu skólans, upplýsingatöflu í vesturálmu og ganginum á 1. hæð í norðurálmu skólans.
Á föstudögum kl. 10:15 – 11:05 er verkefnatími á Teams. Nemendur fara inn á Teams og hitta þar kennara sem þau vilja ræða við. Að neðan eru nánari leiðbeiningar um fyrirkomulagið.
Verkefnatímar á Teams - leiðbeiningar fyrir nemendur