Búið er að opna stundatöflur nemenda og einnig fyrir rafrænar töflubreytingar. Nemendur geta óskað eftir töflubreytingum fram til klukkan 16:00 miðvikudaginn 21. ágúst.
Margir hópar eru fullir og því má búast við að ekki verði hægt að verða við óskum nemenda í mörgum tilfellum. Töflubreytingar verða afgreiddar eftir að lokað hefur verið fyrir töflubreytingar. Á meðan mæta nemendur í skólann samkvæmt stundatöflu á INNU.
Athugið að ekki verður hægt að skipta um hópa. Eingöngu verður hægt að bæta við áföngum ef gat er í stundatöflu nemenda og pláss í áfanga.
Leiðbeiningar fyrir töflubreytingar
Stokkatafla og hvað kennt er í hverjum stokki